Skattar og tollar

Fréttamynd

Mat­væla­verð og Við­reisn land­búnaðarins

Undanfarin þrjú ár hefur heimurinn tekist á við viðfangsefni sem hafa m.a. hrint af stað verðbólgu og vaxtahækkunum um allan heim. Ísland er þar engin undantekning og fjarri því eyland að þessu leyti. Verðbólga í mörgum löndum hefur því mælst með tveggja stafa tölum um langt skeið. Verðhækkanir á orku (gasi og eldsneyti) og matvöru hafa verið helstu drifkraftar verðbólgu í nágrannalöndum okkar, mörg hver þeirra sem tilheyra ESB.

Skoðun
Fréttamynd

Mjólkur­af­urðir hækka minnst í verði á Ís­landi

Um nýliðna páskahelgi steig formaður Viðreisnar fram í grein á Vísi og lýsti eigin undrun og skelfingu við að greiða fyrir mat á Íslandi. Var helst á henni að skilja að allt stafaði það af stöðu Mjólkursamsölunnar á markaði hérlendis og var engu til sparað í lýsingum á afleiðingum þess.

Skoðun
Fréttamynd

Íslensk matvara á páskum 2024

Formaður Viðreisnar er framsýn kona og hugsar til framtíðar, þar viljum við öll vera. Hún undirstrikar það í grein sinni á Vísi í gær. Viðreisn horfir stíft til Evrópusambandsins þar sem sólin virðist skína skærar og verndartollar eru ekki til, eða hvað?

Skoðun
Fréttamynd

Einokunarlausir páskar 2024

Það fylgir því sérstök blanda af undrun með vott af skelfingu að borga fyrir mat á Íslandi. Verndartollar eru hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við, sem aftur veldur því að matarkarfan hér er dýrari en annars staðar. Með verndartollum komast fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan í einokunarstöðu þar sem innflutt mjólkur- og undanrennuduft, sem notað er í alls konar matvælaframleiðslu, verður margfalt dýrara. Til viðbótar hefur fyrirtækið sérstaka undanþágu frá almennum samkeppnisreglum; hentugleikar sem öðrum atvinnurekendum býðst reyndar ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Hart tekist á um erfða­fjár­skatt: „Er þetta í al­vöru for­gangs­röðunin?“

Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að fyrstu tíu milljónir erfðafjár verði gerðar skattfrjálsar. Samkvæmt núgildandi lögum eru fyrstu 5,7 milljónir erfðafjár skattfrjálsar. Þingmaður Samfylkingar segir erfðafjárskattinn þann sanngjarnasta. Ekki sé rétt forgangsröðun að veita efnamesta fólki landsins skattaafslátt með þessari breytingu.

Innlent
Fréttamynd

Gagnist ekki fátækum en þó þeim sem hafi milljónir á milli handanna

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurkjördæmi leggja í nýju frumvarpi til að foreldrar fái að gefa börnum sínum tíu milljónir króna skattfrjálst í arf. Þó slík lög gagnist ekki tekjulágum hér á landi sé um að ræða lága fjárhæð sem gæti nýst fjölmörgum fjölskyldum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lifa í hliðarveruleika.

Innlent
Fréttamynd

Á guðs vegum með Bjarna Ben og FÍB

Þann 21. mars síðastliðinn glöddust fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson og formaður samgöngunefndar Vilhjálmur Árnason fyrir hönd ríkisstjórnarinnar yfir liðsinni FÍB við að reyna sannfæra almenning um að eina sanngjarna leiðin til innheimtu skatts vegna viðhalds og uppbyggingar vegasamgangna, sé að skipta út núverandi skattlagningu á eldsneyti fyrir kílómetragjald.

Skoðun
Fréttamynd

Aukin skatt­heimta og „sann­gjarnari“ veiði­gjöld

„Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 

Innlent
Fréttamynd

Jónsi í Sigur Rós lagði ríkis­skatt­stjóra

Landsréttur hefur vísað kröfu á hendur Jónsa í Sigur Rós vegna skattamáls hljómsveitarinnar frá héraðsdómi. Ríkisskattstjóri ákvað að falla frá áfrýjun dómsmála á hendur þriggja af fjögurra hljómsveitarmeðlima, sem allir höfðu verið sýknaðir í héraðsdómi. Eftir stóð Jónsi – og endurskoðandi hans.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða

Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt.

Innlent
Fréttamynd

Tæpar 160 milljónir í sekt fyrir skatt­svik

Karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Honum ber að greiða 158 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir glæpinn innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga.

Innlent
Fréttamynd

Óli Björn boðar óbreytt ástand

Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein1. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki skrýtið að fólk sé hrætt við skatt­fram­talið

Lögmaður með sérþekkingu á sviði skattalöggjafar segir það ekki vera skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið. Lagaumhverfið á sviðinu vefjist jafnvel fyrir færustu lögmönnum. Hún segir mikilvægt að fólk fari vel yfir framtalið og fer yfir það helsta sem þarf að hafa í huga þegar það er gert.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Klúður!

Klúður í Hafnarfirði. Enn og aftur. Það var vitlaust lagt á í Hafnarfirði. Það þurfti að laga. Draga þurfti úr hækkun fasteignaskatts afturvirkt. Og var gert í morgun, 23.febrúar í bæjarráði.

Skoðun
Fréttamynd

Þarf að greiða um hálfan milljarð í skatt eftir rann­­sókn sem hófst með Panama-skjölunum

Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, þarf að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Yfirskattanefnd telur ljóst að Sigurður Gísli hafi vantalið tekjur frá tveimur panamískum-félögum í hans eigu upp á rúmlega einn milljarð króna á umræddum árum. Mál hans er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn um út­hlutun toll­kvóta

Undanfarið hefur skapast nokkur umræða um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, verðþróun tollkvótanna og áhrif þeirrar verðþróunar á verð til neytenda. Af hálfu Félags atvinnurekenda (FA) hefur því verið haldið fram að verðhækkun á tollkvótum undanfarin misseri sé tilkomin vegna yfirboða af hálfu afurðastöðva í landbúnaði.

Skoðun